Ég veit ekki hvort þetta á heima á þessu áhugamáli en ég prófa bara.
Það var þannig að þegar ég var svona 8 ára þá gisti ég hjá ömmu minni og afa með frænku minni. Þetta var bara venjulegt kvöld. Og þegar við ætluðum að fara að sofa þá man ég að ég svaf á dýnu á gólfinu og frænka mín í rúmi hliðin á dýnunni.
Svo seinna um nóttina vöknuðum við á NÁKVÆMLEGA á sama tíma og settumst upp og litum svona hægt á hvor aðra en sögðum ekki neitt.
Stóðum svo upp á sama tíma og gengum inn í stofu saman. Við vissum ekkert af hverju við vorum að fara þangað en við gerðum það samt.
Svo þegar við erum komnar inn í stofu sáum við (ég veit að þetta meikar ekkert sens og er algjörlega fáránlegt) Bjarnabófana úr Andrés Önd blöðunum. Þeir voru svona nokkrir í hring að koma sér saman um eitthvað, og svo allt í einu taka þeir eftir okkur.
Ég og frænka mín öskrum náttúrulega úr okkur lungun og ætlum að hlaupa í burtu. En þá reynir einn þeirra að stoppa frænku mína með svona lítilli fjarstýringu með einum rauðum hnapp á, og það kemur svona leysergeisli úr fjarstýringunni. En geislinn nær henni ekki þannig að ég og hún náum að komast inn í herbergið okkar. Og ég man að ég faldi mig undir sænginni minni og ég sver að ég hef aldrei verið svona hrædd á lífi mínu. Tennurnar mínar glömruðu :P En það skrítna er að amma og afi vöknuðu ekki og þau voru í herberginu hliðin á. Og þegar við vöknuðum næsta morgun mundum við nákvæmlega alveg hvað hefði gerst.
Við vitum ekkert hvað þetta var en þetta var ekki draumur.
Hvað haldið þið að þetta hafi verið?