Mig er búið að dreyma tvo drauma með tannmissi undanfarið og man þá ennþá frekar vel.
Draumur 1: Ég missti nokkrar framtennur í neðri gómi (blæddi ekki) og allar hinar voru lausar (líka í þeim neðri). Þegar ég skoðaði í spegil sá ég að það voru að vaxa litlar oddkvassar tennur í staðinn.
Draumur 2: Mig dreymdi að ég missti allar tennurnar í efri gómi (blæddi ekki) og ég fann fyrir mikilli sorg yfir því. Ólíkt fyrri draumnum uxu engar í staðinn. Þar sem ég var með spangir er ég með vír bakvið tennurnar til að halda þeim og sá vír var líka í draumnum þannig að tennurnar héldust allar saman. Ég hélt á þeim í lófanum en missti þær svo á gólfið þar sem gamli hundurinn minn sem er dáinn núna tók þær og ætlaði að éta þær en ég náði þeim öllum uppúr honum. Þær duttu á gólfið og nokkrar brotnuðu í tvennt og ég sá að það var silfurfylling í alalvega einni þeirra og holur í fleirum en ég er hvorki með silfur né skemmdir í mínum tönnum…
Ég var gráti næst þegar ég vaknaði upp frá báðum þessum draumum og hef frekar miklar áhyggjur af þeim þar sem ég hef frétt að þeir boði ekki gott.