Mig dreymdi alveg ótrúlega furðulegann draum um daginn og langar mikið að vita hvað hann gæti þýttt. Mig hefur dreymt hann þrjár nætur í röð,alltaf alveg eins,og ég man öll smáatriði. Sko…..
Það var dökkhærð,mjög falleg kona fyrir utan gamaldags hús,frá 18.öld eða eitthvað. (Ekki íslenskt hús,heldur svona gamaldags steinhús). Hún ´var fallega klædd,í rauðum og svörtum kjól,flegnum og mjög þröngum í mittið (öll smáatriði á hreinu hér ;)) Hún sat á trébekk og var að lesa bók. Ég horfði á hana og fékk alveg ótrúlega sterka tilfinningu um að þetta væri ég sem ég var að horfa á. Samt var hún ekkert lík mér í útliti! Allt í einu stendur hún upp og fer að ganga um stéttina alveg eins og hún sé að leita að einhverjum. Fugl kemur fljúgandi og sest á fingurinn á henni. Hún horfir á hann í smástund og lyftir honum síðan upp og hann flýgur í burtu. Svo kemur hún gangandi að mér og stillir sér upp á móti mér. Síðan breytist hún hægt og rólega í sjálfa mig fyrir framan mig,svo að það er eins og ég sé að horfa á sjálfa mig í spegli! ég horfi á hana í smástund og síðan vakna ég alltaf!
Hvað gæti þessi draumur eiginlega þýtt?!? <br><br>,,Life is ours,we live it in our way" :)