Ég veit ekki hvað þetta er en mér finnst mjög oft eins og einhver elti mig og fylgist með mér. Það er mjög óþægilegt! Um tíma, það er samt hætt núna, varð ég að snú mér uppí vegg til að sofna en átti samt erfitt með það, því það var alltaf einvher útí horni sem horfði á mig! Ég þorði aldrei að segja neinum svo ég yrði ekki talin crasy en þetta er mjög óþægilegt! Eins og þarna… útí horni þegar ég fór að sofa. Venjulega fann ég bara fyrir einhverjum þarna og stundum sá ég skugga (eflaust skynvillur) en ég er föst á því að einvher var þarna. Og er stundum…
Svo er þetta að byrja aftur…einvher sem eltir mig! Ég er kannski ein en það er alltaf eins og einhver elti mig. Svo um daginn, systir mín litla (verða 8 mánaða) sat hjá mér og skyndilega leit hún snöggt til hliðar og starði þangað, ég leit þangað og ég sver ég sá ljóshærðann mann ganga inn í stofu. Ég hljóp þangað en auðvitað var ekkert þar lengur. Ég meina, það er enginn skyggn í minni fjölskyldu svo ekki get ég verið skyggn, veit einhver hvað þetta getur verið? Þetta er svo óþægilegt. Ég bara veit ekkert hvað þetta er! Ég á ekki að finna fyrir svona eða sjá einvherja sem eru ekki til! Ég er ekki brjáluð!

-Tonks