Undarlegar draumafarir
Mig hefur ávallt dreymt skrítna drauma sem eru heimskulegir og þegar ég hugsa um það þá hefur mig eiginlega aldrei dreymt venjulega drauma.
Mig dreymir oft sömu drauma tvær nætur í röð og líka hefur mig hefur oft dreymt drauma sem mig byrjaði að dreyma þegar ég var 8 ára gömul!
Ég ætla að segja ykkur frá tvemur og vona að þið vitið af hverju mig dreymir svona skringilega.
Einn snýst um að ég er uppi í munni hvals (þetta er draumurinn sem mig hefur verið dreyma frá því að ég var 8 ára). Ég labba hægt um á tungunni og meðfram kinnunum en ég veit ekki hvað ég er að gera þar. Síðan kemur í ljós að þetta er safn (skrýtið safn) en eini sýningargripurinn er hvalurinn og síðan kemur systir mín hlaupandi og við byrjum að hlaupa meðfram tungunni og kinnum hvalsins.
Ég skil þennan draum ekki, hann er bara svo skrítinn en mig hefur dreymt hann svona 20 sinnum alls. Kannski ekki alveg 20 sinnum en allavena oft!
Næsti er þannig að ég er uppá þaki heima hjá ömmu og afa. Það er bara ein hæð svo að það er ekki langt að hoppa en samt svoldið langt. Ég finn í draumnum að mér líður illa með að hoppa en ég verð að hoppa niður. Svo að ég hoppa og hrapa endlaust! Síðan dett ég. Á meðan ég hrapa fatta ég að mig er að dreyma og veit að þetta er ekki að gerast fyrir mig! Svoldið skrítið.
Mig hefur oft dreymt drauma en fatta síðan meðan ég er sofandi að þetta er draumur svo að ég er ekki hrædd á meðan draumnum stendur og það veitir mér þægilega tilfinningu.
Í rúminu er ég líka algjör prinsessa. Í tvíbreiðu rúmi tek ég 8/10 hluta rúmsins þegar ég vakna og oftast eftir að mig hefur dreymt skrítna drauma. Þegar ég meina 8/10 hluta rúmsins þá er systir mín í hnipri en ég ligg eins og krossfiskur með báðar sængurnar!!!!
Hvers vegna gerist þetta og hvers vegna veit ég að mig er að dreyma ?