Mig dreymdi í nótt að ég, pabbi sem heitir Stefán og kærasta bróður míns (nafnið hennar er sjaldgæft og er ekki í draumaráðningabókinni, þannig að ég þarf ekkert að nafngreina hana), vorum að keyra á vegi sem er rétt hjá heima hjá mér…
Svo erum við bara að keyra þennan veg en þá sjáum við að aðeins á undan okkur eru tveir bílar utanvegar vinstra megin við okkur, og annar bíllinn er bíll bróður míns (hann heitir Gísli). Svo keyrir Gísli af stað, en vegurinn og grasið er blautt þannig að hann veltir bílnum niður brekkuna og bíllinn er geðveikt klesstur bílstjóramegin…Mig minnir að hinn bíllinn velti líka… Og við þrjú förum þangað, og ég öskra grátandi: “Hann er dáinn, hann er pottþétt dáinn!” Og einhver segir: Neinei hann er ekkert dáinn, og ég hleyp niður brekkuna þar sem bíllinn er og þá vakna ég…

Getur einhver ráðið þennan draum?
<br><br>Lífið er eins og konfektkassi…þú veist aldrei hvaða mola þú færð!! :o)
_____________________________________________

Being joyful is a choice. You have to decide that life is good and everything will be ok.
- Jonathan Jackson
Ég finn til, þess vegna er ég