Sælt veri fólkið, ég var að heyra um daginn enn eina heimsendissöguna. Hún er s.s á þennan veg, að það leki einhverskonar gas uppúr iðrum jarðarinnar í kringum Kyrrahafið.
Og með þessu áframhaldi, þ.e.a.s efað þetta gas heldur áfram að leka þarna þá komi næsta ísöld eftir 15 ár. (hvernig í ands. sem það á saman)
Menn eru á fullu að reina að finna upp vélar sem einhvernvegin geti takmarkað þennan leka svo allt fari nú ekki í bál og brand.

Þessi saga tengist held ég e-d myndinni sem er að gera góða hluti núna “The Day After Tomorrow”.
Ég sá allavega í gerð myndarinnar þegar þeir voru að tala um að með einhverju svona áframhaldi (væntanlega verið að tala um gaslekann) þá hitni allt á jörðinni og allt veðurfar fari í algert rugl og endi með því að alsherjar ísöld skelli á okkur mennina og þurki þá væntanlega út… :(

Gæti vel trúað því að herra guð sé kominn með nó af ruglinu í mannfólkinu einsog heimurinn er í dag.. Allt í ruglinu….,

Ég vildi vita hvort þið fólk hefðuð eitthvað heyrt um þetta, þennan leka og næstu ísöld… Heimsendi..?



<br><br>Kveðja, Unix
Kveðja, Unix