Ég er ekki alveg viss hvar þessi grein passar inn þannig að ég ákvað að senda hana inn á áhugarmálið “Dulspeki” vegna þess að Hvirfilbyljir eru eitt af því yfirnátturulega, held ég.

Ástæðan fyrir að ég er að skrifa þessa grein er sú að ég hef mikin áhuga að vita um það yfirnáttulega s.s heimsendir, líf á öðrum hnöttum og auðvitað Hvirfilbyli (sem að ég er að fara að skrifa um núna)


Hvað er Hvirfilbyljur?
Hvirfilbylur er bara loft, en ekkert venjulegt loft, það snýst mjög hratt í 1000 hringi og líkist helst lægðinu sem að rennur út baðinu heima. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri.

Þó að Hvirfilbyljir séu ekki stórir eru þeir mjög hættulegir, stærð þeirra er oftast bara nokkuð hundruð metra að þvermáli en þeir geta samt drepið fullorðið fólk sem að lendir í þeim.
Það sem að gerir þá svona hætturlega er hraðin á þeim, þeir snúast á annan hundrað Km á 1-2 klukkustundum.
Vindhraðin getur farið yfir 100 metra á sek og því getur verið mikil eyðilegging á því sem að lendir í þeim ef ekki lifandi dýr/fólk.

Hvers vegna myndast Hvirfilbyljur?
Hvirfilbylur myndast þegar að loftið er mjög óstöðugt, og gjarnan í grend við þrumuveður.
Þeir tengjast miklu uppstreymi á takmörkuðu svæði. Í stað þess lofts sem streymir upp leitar loft inn að miðju uppstreymisins og við það margfaldast snúningur þess.

Hvar eru Hvirfilbyljir algengastir?
Hvirfilbylir eru algengastir á vorin í Bandaríkjunum og einnig í Ástralíu.