SMÁ SAMANTEKT ÚR GREINUM EFTIR MIG UM WICCA:
Á 19. öld jókst áhugi á galdraiðkun og voru uppi hugmyndir um að þær nornir sem líflátnar voru á brennuöldinni hafi verið leynilegir iðkendur gamalla heiðinna trúarbragða. Árið 1899 staðhæfði bandarískur blaðamaður, Charles Godfrey Leland, að hann hefði fundið nútíma nornir á Ítalíu. Sú hefð lifir enn í dag og er kölluð Stregheria en orðið strega þýðir einmitt norn á ítölsku. Það var þó ekki fyrr en árið 1951 sem galdraiðkendur stigu fram í dagsljósið. Það var þá sem Bretar fylgdu öðrum Evrópulöndum eftir og afnumu síðustu lögin sem bönnuðu galdra. Á þessum skynsemistímum þóttu slík lög ekki nauðsynleg. En þá kom fram á sjónarsviðið áhugamannfræðingurinn og teræktandinn Gerald Brousseau Gardner sem sagðist tala fyrir hönd nokkurra sveima enskra norna sem iðkuðu heiðin trúarbrögð frá því allt aftur á steinöld. Kallaðist sú náttúrutrú nafninu Wicca og er í raun ENDURVAKNING á þeim fornu trúarbrögðum sem talið er að hafi verið ástunduð á steinöld.
Heiðin trúarbrögð áttu sér skjól hjá náttúruverndarsinnum og femínistum. Náttúruverndarsinnar áttu margt sameiginlegt með gömlu hefðunum sem einnig fannst náttúran heilög og sáu aðalgyðjuna fyrir sér sem móður náttúru. Femínistar sáu nornina sem átrúnaðargoð og tákn um sjálfstæða og sterka konu og hina einu Gyðju sem tákn um innri styrk kvenna og virðingu.
Upp úr 1960 fóru að koma fram fleiri nornir utan hefðar Gardners. Sumar stunduðu þjóðlega galdra og heilun og voru ekki hluti af neinum heiðnum hefðum en aðrar voru meðlimir í heiðnum trúfélögum og enn aðrar fylgdu aðeins öðruvísi heiðnum galdrahefðnum en Gardner. Í dag eru mörg samfélög og trúfélög heiðinna um heim allan og algengastir eru Ásatrúarmenn og Drúídar þó fylgjendum Wicca fari hraðast fjölgandi í dag og eru iðkendur þess nú þegar fleiri tugir þúsunda í Bandaríkjunum einum.
Wicca er það sem kallað er náttúrutrú eða andatrú. Þeir sem eru Wicca sjá guðdóminn í öllu í náttúrunni. Þeir trúa á almættið, ljósið, tao, alheimsorkuna eða Hið Eina eins og það heitir í Wicca. En Hið Eina er svo flókið að við fáum það ekki skilið. Þess vegna sjá þeir Hið Eina í Guðinum og Gyðjuni, eins og Yin og Yang. Galdrar eru einnig stór hluti af Wicca og í raun visst form trúariðkunar. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að galdra til að iðka trúna og eru margar aðrar og hefðbundari leiðir til þess.
Guðinn og Gyðjan eru andstæður en sameinast sem eining í Hinu Eina. Þeir trúa því líka að allir guðir og allar gyðjur séu bara mismunandi birtingarform á Guðinum og Gyðjunni, þ.e.a.s. guðsorkunni eða kjarnanum. Þess vegna skiptir ekki máli hvaða guð eða gyðju þú dýrkar eða ákallar vegna þess að þú ert alltaf að ákalla sama hlutinn. Hann hefur bara mismunandi hliðar og mismunandi nöfn. Wiccar trúa því Hið Eina sé svo margbreytilegt og flókið að ómögulegt sé að skilja það, eins og áður var sagt. Þess vegna sjá þeir það fyrir sér sem guð og gyðju.
Þeim sem Wiccatrúar eru er mjög annt um jafnvægið í alheiminum og þeir trúa því að karlkyn og kvenkyn standi jafnfætis. Með því að hafa einungis guð myndi hið kvenlega vera bælt niður og öfugt ef aðeins væri gyðja. Ef bæði gyðja og guð eru höfð skapast jafnvægi milli kynjanna og eiginleika þeirra. Gyðjan og Guðinn eru hvorug vond eða góð. Þau eru bæði skapandi og eyðileggjandi. Ef við segðum að Guðinn væri vondur og eyðileggjandi værum við að segja að karlkyns ímynd okkar væri þannig og settum þá ómeðvitað Gyðjuna skör ofar en Guðinum, því öll sækjum við jú frekar í hið góða en hið slæma. Slík túlkun væri röng, því að þá myndi hið svokallaða jafnvægi, sem við sóttumst eftir með því að hafa bæði guð og gyðju, raskast.
Við getum einnig litið á náttúruna, því við sjáum Guðinn og Gyðjuna í náttúrunni líka. Gyðjan er jörðin og Guðinn himininn sem umlykur hana. Gyðjan á sér tákn í tunglinu og Guðinn á sér tákn í sólinni. Náttúran er bæði eyðileggjandi og skapandi í senn. Hún gefur líf og hún tekur líf. Við fáum næringu, súrefni, hita og allt það sem við þörfnumst til að lifa frá náttúrunni. Hins vegar geta orðið þurrkar, flóð, eldgos og aðrar náttúruhamfarir sem geta valdið mikill eyðileggingu. Þú getur hvorki sagt að náttúran sé góð eða vond. Hún er hvorugt. Eins eru guðinn og gyðjan hvorugt. Við þörfnumst líka andstæðna til að öðlast þekkingu. Þú myndir ekki þekkja hvað væri gott ef þú hefðir ekki andstæðuna, slæmt/vont, sem viðmið. Þú myndir ekki vita hvað væri fallegt ef þú vissir ekki hvað væri ljótt.
Wiccar hafa margar trúarhátíðir. Í fyrsta lagi eru það Esbat sem eru hvert fullt tungl, þ.e. þegar gyðjan er í sínu mesta veldi. Þau eru oftast 12 á hverju ári en geta stundum verið 13. Síðan eru það Sabbat, sem eru átta. Sabbötin skiptast í Minor Sabbats (minni hátíðir) og Major Sabbats (stærri hátíðir). Minni hátíðir eru vetrarsólstöður/Yule (ca. 21.des), vorjafndægur/Ostara (ca. 21. mars), sumarsólstöður/Litha (ca. 21. júní) og haustjafndægur/Mabon (ca. 21. sept). Stærri hátíðir eru Imbolc/Kyndilmessa (2. feb), Beltane (1. maí), Lughnasadh/Lammas (1. ágúst) og Samhain, eða það sem flestir þekkja undir nafninu hrekkjavaka, þegar bilið milli hinna dauðu og lifandi er sem minnst, (31. okt). Þessar hátíðir tákna þennan hring sem Gyðjan og Guðinn ganga í gegnum, sem ég lýsti áðan. Sumarsólstöður er þegar sólin er sem lengst á lofti og dagurinn lengstur og vetrarsólstöður öfugt, þegar nóttin er lengst. Vor- og haustjafndægur eru tíminn þar sem sól og myrkur eru í algjöru jafnvægi.
VONANDI SVARAR ÞETTA SPURNINGUM ÞÍNUM.
Kv. Divaa