ég var bara að lesa nokkrar greinar og þá mundi ég allt í einu eftir þessu.
Sko ég er með pælingu. fóruð þið á svona skeið,þegar þið voruð krakkar, (flestir fara á svona skeið), það sem þið voruð þvílíkt myrkfælin og þannig.
ég man nebblega svo vel eftir mínu.Svo er þetta eins og litli bróðir minn sé líka á þessu skeiði núna, hann er sko svipað gamal og ég var þegar þetta var hjá mér, en hjá honum er þetta aðalega að hann horfir alltof mikið á sjónvarp, og tekur allt til sín.
ég gat varla sofnað á kvöldin, og mig var alltaf að dreyma eikkað að pabbi tæki kast og breytist bara í eitthvað skrímsli og ræðist á mömmu eða eikkað´þannig.
Svo man ég líka eftir einu sem mér finnst ennþá creepy að hugsa um. eina nóttina vaknaði ég, það var sko ennþá kvöld, og ég var með svona milljón bangsar uppí rúminu mínu og ég fann að nokkrir bangsar duttu á gólfið, það var allt í lagi, vön því, en það varð creepy þegar þetta hætti ekki.
það var eins og einhver væri að renna sér niður sængina mína, eða einhver settist á rúmið og stæði geggt hratt upp.
ég man að ég lá svona korter uppí rúmi gjörsamlega að pissa á mig.svo hljóp ég fram þar sem mamma og pabbi voru að horfa á sjónvarpið, og þau sögðu að mig hefði bara verið að dreyma, en ég veit að ég var vakandi.
svo var það líka einu sinni, þegar ég var veik, ekkert mikið bara smá flensa, og ég var ein heima, og ég lá inní herbergi mömmu og pabba. ég var ný vöknuð, og lá bara uppí rúmi, þegar mér fannst ég heyra eitthvað fyrir neðan rúmið. eins og littlar verur væru að tala saman. ég man að ég byrjaði að gráta, og þegar mamma kom heim, þá sat ég bara í kleinu uppí sófa, öll grátbólgin og að springa úr hræðslu. og svo núna gerist aldrei neitt, og ég er oft að pæla hvort þetta hafi bara verið þetta skeið, sem flestir krakkar fara á, eða eitthvað annað.
-p.s. þetta er sko bara smá pæling*