Hvað ertu eiginlega að segja? Eru hormónarnir alveg að hlaupa með þig í gönur? Hvað þýðir “broddagtaðair”? Hvað fær þig til að halda að eitthvað sem stendur í Biblíunni skipti einhverju máli fyrir mig? Sagðist ég vera kristinn? Ég var að gagnrýna þessa “Fornu” og skíta aðeins á wicca í leiðinni. Aðallega af því mér finnst svo gelgjulegar og sakleysislegar þessar bækur sem maður sér í bókabúðum um þetta. Mér finnst ekkert að því, ef fólk langar að kukla, að fara beint til upprunans sem er Golden Dawn, Rósakrossreglan og arfleifð hermetískra alkemista og kabbalista, stunda jóga og tantra og allt það. En það er bara asnalegt að yfirfæra einhverja blöndu af þessu öllu yfir á tilbúin trúarbrögð og ljúga svo að þau séu eldgömul og eldri en kristni. Flestir sem eru komnir aðeins lengra í þessu en þú viðurkenna nú að þetta séu tilbúin trúarbrögð af þessum Gerald Gardner, t.d. Divaa sem er mjög fróð og málefnaleg þegar hún talar um þetta. Sumir segja í gríni að Gerald Gardner hafi stofnað þetta til þess að geta fengið fleiri konur til þess að fara úr fötunum. Gerald Gardner og L. Ron Hubbard voru báðir kunningjar Aleisters Crowleys, og byggðu mikið á hans “fræðum”, en þeir fóru allir þá leið að stofna sín eigin trúarbrögð til þess að upphefja sjálfa sig, og í tilviki L. Ron Hubbards að græða fullt fullt af peningum, en hann stofnaði Vísindakirkjuna.
Vestrænir galdrar eru samsuða af iðkun fordæmdra “villutrúarmanna” sem komu fram á kristnum tíma og töldu sig margir vera kristnir, en voru stundum ranglega vændir um “djöfladýrkun” af kirkjunni. Hin vestræna hefð er oftast talin hafa sprottið úr hinni miklu menningarsamsuðu sem varð á hellenískum tíma, í Alexandríu og annars staðar, þar sem austræn, egypsk og grísk áhrif blönduðust við kristni, sem og áhrifum sem krossfarar (Musterisriddarar/Knight Templars) urðu fyrir á ferðum sínum um Mið-Austurlönd á miðöldum, en hefur ekkert að gera með einhverjar kerlingabækur um nornir með strákústa.
Hvaða tilfinningasemi er þetta með heiðni? Ég hélt að það væri upphefð fyrir wiccan að vera kallaður heiðinn. Svona fólk talar yfirleitt um sig sem “pagans” í hinum enskumælandi heimi, en það þýðir einmitt heiðinn. Þessar formælingar virka ekki á mig. Ég á mig sjálfur og mína eigin trú, sem er mjög fábrotin og naumhyggjuleg þessa stundina, svo það þýðir ekkert að reyna að höfða til einhverrar kristilegrar sektarkenndar.