hæhæ
Ég á vin sem trúir bara alls ekki á neitt svona sem gerist eftir dauðann. Hann trúir bara að þegar maður deyr þá gerist ekki neitt. Bara dáinn. Grafarþögn eða eitthvað. Hann trúir líka bara á rökfræði, spyr spurninga sem er ekki hægt að svara eins og : Er Guð til? Er til himnaríki? o.s.fr. semsagt í rökfræði eru svörin “Nei”.
Áður en ég hafði nokkurn tímann talað um þetta við hann trúði ég að það væru guðir, eða meistarar sem að tæku á móti manni eða endurholdgun, þetta var allt svona í rugli hjá mér, ég vissi ekki alveg hverju ég ætti að trúa en ég trúði samt að eitthvað gerist eftir dauðann, veit bara ekki hvað. Ef vinur minn heyrir fólk segja að það trúir að eitthvað gerist eftir dauðann þá fær það sko að heyra það, og þessum samræðum er ekki lokið fyrr en að maður segir, já það er rétt hjá þér, það gerist ekkert eftir dauðann. Mér finnst þetta rosalega erfitt og er núna í enn meiri vanda um hverju ég á að trúa. Það er svo margt sem ég hef heyrt, og það er ekki saga sem hefur gengið á milli manna heldur eitthvað sem að t.d. pabbi minn og bróðir lenda í, eða lenda ekki í, þeir eru berdreymir og bróðir minn hefur rosalega mikinn áhuga á þessu, hefur farið á miðilsfundi og svona. Svo hef ég séð Lífsaugað með Þórhalli og þetta er allt mjög sannfærandi.
Spurningin er hverju á ég að trúa? Get ég einhvernvegin sannfært vin minn um að eitthvað gerist eftir dauðann ef svo er?