Ég ráðlegg þér eindregið að lesa Celesitine handritið það er ekki kenslubók en hún kennir manni samt sem áður gríðarlega margt. Svo eru bækurnar eftir Sanaya Roman, Lifðu í gleði, Auktu styrk þinn og Þjálfun miðilshæfileika mjög góðar og auðveldar í lestri og notkun. Þetta eru sjálfshjálparbækur þar sem þér eru gefnar ýtarlegar leiðbeiningar og æfingar sem auðvelt er að nota. Ég myndi byrja á Lifðu í gleði og lesa Auktu styrk þinn þar á eftir og svo síðast Þjálfun miðilshæfileika. Ég veit ekki hvort þessar bækur séu til í bókabúðum en ég veit að þú getur fengið þær á bókasöfnum. Mundu samt að allt fæst með æfingunni og það þýðir ekkert að búast við merkjanlegum árangri eftir fyrsta skiftið. Með þolinmæði muntu uppskera árangur erfiði þíns og ég lofa þér því að þú munnt ekki sjá eftir því.
Gangi þér allt í haginn,
Dixy