Hversvegna trúir fólk á álfa frekar enn Guð
Ég hef oft pælt í þessu. Er það vegna þess að fólk telur sig hafa séð álfa/huldufólk, má þá ekki segja það sama um Guð og hans engla, fólk telur sig jú líka hafa séð engla! Fólk trúir frekar á ET en guð, sem er alveg furðulegt, það er ekki eins og það sé meiri sönnunn fyir ET enn Guði. Ef fólk hugsar út í það þá eru meiri sannanir fyrir Guði núna en nokkru sinni fyrr, búið er að finna Sadoma og Gamora, og ekki bara það, heldur eru merki um brennistein á svæðinu og margt fleirra. Ég skil ekki þetta trúleysi í þjóðinni, þessi þjóð er byggð á trúirækni, ég held að allt sem við höfum í dag er vegna þess hversu mikið var beðið fyrir landi og þjóð í gegnum aldirnar. Jæja þetta er nú bara það sem ég hef verið að pæla í. Ég vona að Drottinn gefi ykkur öllum yndislega Páska.