Trúir þú því virkilega að fólk geti ekki dregið ályktanir af tilfiningalegri og líkamlegri reynslu auk hugarfarslegri og rökfræðilegri niðurstöðu af reynslu sinni. Athugasemdirnar sem þú hefur fengið við erindi þínu eru sannorðar og heilbrigðar og ég treysti þessu fólki enda er það oft undir hælnum á þeim sem bera fyrir sig að þetta og hitt sé ekki sannað og þá vaknar spuningin hefur viðkomandi atriði verið kannað og rannsakað af þar til gerðum aðferðum sem henta viðfangsefninu. Þú tæmir ekki vatn úr tunnu með sigti t.d. (Sagt til gamans.) og jafnvel þó liggi fyrir rannóknargögn um niðurstöður. Apurja má um hvort þær eru þær aðgengilegar og síðast en ekki síst, veit sá er fullyrðir um hið gagnstæða að þetta og hitt sé svona en ekki hinseginn af því að hann sagði það, um niðurstöðurnar. Hefur hann ef til vill rekist á slíkar niðurstöður. Ég dreg það í efa og má margt um það segja. Að öðru leiti þakka ég bæði pistlahöfundi og athugasemdarmönnum innlegg sitt í þessa umræðu.
Nisir.