þegar hún sagði þetta fóru náttúrulega allir að spurja hana hvernig áru þeir væru með og hún sagði alltaf annað hvort “já þú ert með svona… bleik fjólubláa einhvernvegin” eða þá “já áran þín er svona einhvernvegin gul-græn svona já” og svo sagði hún þetta alltaf og enginn trúði henni svo hún varð bara geðveikt pirruð og sagði öllum að hætta að skipta sér af sér. En ég vissi aldrei hvort ég ætti að trúa henni eða ekki af því að ég veit rosalega lítið um þetta en þó fannst mér þetta ekki vera trúverðug saga. Svo kom að því að við fórum í ferðalagið og þá um nóttina voru allir að spurja hana, “er eitthvað dautt fólk hér?” og hún sagði alltaf salla róleg (þessi stelpa tekur allt nærri sér, er hrædd við allt og alla og er rosalega viðkvæm) en hún sagði þetta eins og hún væri ekkert hrædd, þá sagði hún kannski eitthvað þessu líkt “já það er maður yfir þessu rúmi sem hefur hengt sig” eða þá að hún var inn í eldhúsi og sagði “þarna er kona með tvö lítil börn, þau hafa greinilega brunnið inni” og enginn trúði henni en áfram hélt ég að vera í vafa. Hvað ef þetta væri satt? Hvað ef hún sæi nú árur og dautt fólk? En þar sem þessi stelpa hafði góða ástæðu til að ljúga þessu til að fá athygli þá var ég á báðum áttum.. Hvað á ég að halda? Ætli þessi stelpa sjái þetta í alvöru?
- -¤–^] takk fyrir og góða nótt [^–¤- -