Fyrir nokkrum dögum dreymdi mig all rosalegan draum. Ég vaknaði að minnsta kosti 10 sinnum yfir nóttina, og alltaf hélt draumurinn áfram í hvert skipti sem ég sofnaði.
Ég man ekki alveg í hvaða röð draumarnir voru en þeir voru allir svipaðir, þeir voru þannig að ég sá sjálfan mig í þriðju persónu ganga með mismunandi litaða kassa (ýmist gula, rauða, græna, ljósgræna, bláa eða eitthvað annað) og í kössunum var eitt líffæri úr mér (lunga, hjarta, nýru, ofl) Það var allt kolsvart í kringum mig og sá ég ekkert nema sjálfann mig með kassann. Ég vaknaði á svona 30-40min fresti yfir alla nóttina og mundi alltaf hvað mig hefði dreymt. Og í hvert skipti sem ég sofnaði dreymdi mig sama draum nema með nýju innyfli og nýjum lit á kassanum. Ég sá samt aldrei ofan í kassann, fann bara einhvernveginn að það væru líffæri þarna ofaní.
Þýðir þetta eitthvað?<br><br>▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄
<i>One day your life will flash before your eyes, make sure it's worth watching</i>
▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄