Blygðunarlausar lygar um Kraftinn (Witchcraft)
Höfundaréttur 2003 J. Faulk. Allur réttur áskilinn
Birt og þýtt með leifi höfundar.
Nútíma miðlun á paganisma (er eins og sjúkdómur að mínu mati) hefur upphafið allskyns lygar og fals hvað viðkemur “Gamla Kraftinum” (Witchcraft). Rithöfundar sem varpa réttu ljósi á þessar blekkingar eru annað hvort óþekktir í “netheiminum” eða einfaldlega hafnað af útgáfufyrirtækjum(Llewellyn) sem vilja ekki byrta neinn sannleika í bókum sínum
**LÝGI # 1. Witchcraft og Wicca eru sami hluturinn.**
—Orðið Witchcraft er Enskt orð yfir Engilsaxneska orðið Wicce(takið eftir að ég sagði *EKKI* Keltneska orðið. Það er ekki allt Keltneskt aular, meirihluti Evrópu voru Engilsaxar). Wicca (upprunalega kallað Wica) er trúarregla, og JÁ trúarregla búinn til af Gerald Gardner á 3. Áratugnum(30´s) og janfnvel hann sjálfur kallaði það trúarreglu. Wicca er skipulögð, dogmatísk, dulspeki trú, hönnuð útfrá Evrópskum þjóðfræðum, verkum Margaretar Murray, Charles Leland, Masonry, Seremóníu göldrum og Kristni. Hún er EKKI “Gamla Fræðin” né þýðir hún “Sá Vitri”. Gardner “uppgötvaði” hana heldur ekki, sem fræðimaðurinn Ronad Hutton hefur bent á, ásamt fleirum menntamönnum með GRÁÐUR (ekki væmnir ný-aldar rithöfundar með fáránleg “galdra nöfn”). Gardner bjó til trúnna með hjálp Aleister Crowley og verkum hans. Ef trúarregla Gardners er krufin og síðan litið á Kraftinn(Witchcraft) fyrir hans tíð sést stórkostlegur munur þar á. “Nútíma-Wicca”(ef það getur kallast wicca) sýnir jafnframt ENN meiri mun á milli, hinna tveggja fyrrnefndu. Það skiptir ekki máli hversu lengi þú ert búin/n að fræða þig um “Witchcraft”. Ef þú trúir því að Norn (með tilliti til þýðingar frá orðinu Witch) og Wicca-fylgjandi séu samnefnur þá ertu alveg jafn fávís og þegar þú hófst fræðin. Wicca-fylgjendur (nema þá Gardnerar) eru EKKI Nornir, þeir hafa engan beinan ættlegg tengdan við Hefðbundnu Nornafræðin(Traditional Witchcraft). Ef þeir meira að segja vissu hvað “hinir öldnu” stunduðu, þá myndu þeir ekki einusinni þykjast gera það sama heldur hlaupa beint aftur til Kristni
**LÝGI # 2. Nornir skaða engan**
—“Harming none” reglan hefur aldrei verið partur af trú Nornar/Seiðskratta fortíðarinnar, og jafnvel ekki hjá Gardnerum. Þrenningar reglan (rule of three) byrtist ekki fyrr en miklu seinna. Hún var ekki partur af upprunalegu trú Gardners. Í raun, þegar þú varst vígð/ur inní Gardnerískan Sveim voru hárlokkur og nögl klippt af þér, til að nota í galdri gegn þér ef þú kjaftaðir frá verkum Sveimsins. Nornir/Seiðskrattar gera og munu leggja bölvanir ef þau neyðast til þess, og þau óttast sko andskotann ekki að fá “þrefalda Endurkomu” eða eithvað “Slæmt Karma”. Var það ekki Aradia sem sagði fylgjendum sínum að “eyðileggja kúgara sýna í nafni Díönu. Skaðið og stoppið þá með öllu móti. Leggið galdur á þá”
Því ætti Norn að óttast karma eða þrefalda-endurkomu? Karma er Austurlensk trú og gengdi ENGU hlutverki í Vesturænum hefðum fortíðarinnar. Ef þú ætlar að vera Norn/Seiðskratti hafðu þá sömu trú og þau eða hættu að kalla þig slíka/n. Ekki vera hrædd/ur við að granda þeim sem viljandi skaut hundinn þinn, líf hundsins er alveg jafn verðmætt og líf hans.
**LÝGI # 3. Nornir trúa ekki á Djöfulinn**
—Djöfullinn í Hefðbundna Kraftinum(Traditional Witchcraft)?… Já heldur betur
Er þetta gert til að vekja óhug eða hrylling meðal almennings??… NEI
Veldur þetta ótta í hjörtum þeirra sem hafa alist upp við að Djöfullinn sé eitthvað tengdur illsku og Satan??… JÁ
Er þetta “Satan” eða “Shaitan” í Biblíunni og hjá Semítum og Aröbum… NEI og aftur NEI
***
Djöfullinn er hugtak sem Kirkjan tók frá Guði Nornana/Seiðskrattana á 1. öld bókstaflega og afskæmdi.
Þetta hefur EKKERT að gera með “Satanisma” eða “Satanískan spíritisma”. Það er EKKI til neinn Satan. Það er ENGINN Satan. Alheimurinn er ekki léleg tvíhyggju-sápuópera sem skartar tveim köppum; Góðu og Illu. Slíkt á heima í lélegum Hollywood myndum.
Djöfullinn í Evrópu var ekkert annað en Geit-mennskur eða dádýrs-hyrndur Al-Faðir, elsta og frumstæðasta ímynd mansins af Guði.
**LÝGI # 4 Nornir/Seiðskrattar trúa ekki á Dýrafórnir og Blóðtökur**
— Nú að sjálfsögðu ekki. Fórnir eru löngu útdauðar, langt áður en Gardner kom til sögunnar. Ég veit ekki um neina/neinn hefðbundna/r Nornir/Seiðskratta sem fórna dýrum heldur
Blóðtökur eru annað mál. Til dæmis er blóð gefið til jarðarinnar á Allraheilagramessu. Það er ekkert illt í gangi með það og JÁ þú mátt skera þig með rítingnum þínum. Hver sem fann upp kjaftæðið um að Nornir/Seiðskrattar “mættu” ekki skera sig er fullur af skít. Ég fer ekki nánar útí þetta, einfaldlega til að einhverjir heimskir unglingar fari ekki að þykjast vera alvöru Nornir/Seiðskrattar sem viti eitthvað um blóðtökur og skeri sig á púls.
**LÝGI # 5. Krafturinn(Witchcraft) er ekki trúarregla**
— Þarna á ferðinni fleiri “nýaldar-Wicca kanínur” sem reyna að draga úr -eða komast í náðina hjá því sem talið er “vont” eða “siðlaust” í Vestræna heiminum. Nú ætla ég að tala um Wicca. ALVÖRU Wicca, já ER trúarregla. Dogmatísk, Kynjamismunandi og bindandi. Gardner sjálfur kallaði Wicca “Nornaregluna” sína.
Hefðbundni Krafturinn(Traditional Witchcraft) ER trúarregla/ur líka en ekki með jafn mikið reglu-form einsog alvöru-Wicca.
**LÝGI # 6. MILJÓNIR af galdrafólki voru drepin á Brennu árunum**
—Fyrst og fremst þá er þessi tala alltof stór miðað við þetta tímabil(prófið heldur eithvað um 250,000).Halið þið virkilega að alvöru Nornir hefðu látið saka sig um galdra? Ætli það hafi ekki frekar verið þær/þeir sem voru alvöru Nornir/Seiðskrattar í raun sem voru hvað öruggust frá ofsóknum og jafnvel bentu á sakleysingja til að vernda sínar fjölskyldur. Hvað haldið þið að mörg af þeim sem voru ásökuð hafi verið raunverulegar Nornir/Seiðskrattar? 90%? 50%? Nei, nei, meira í lagi 1%.. sem eru um 2,500. Hitt fólkið voru ógæfusamar Kristnar fjölskyldur, heiðingjar og fátæklingar.
**LÝGI # 7. Nornir/Seiðskrattar dýrka gyðjur og guði allstaðar að úr heiminum**
—Nei, nei og nei. Nornir/Seiðskrattar dýrka sköpunarguði frá því landi sem þeirra Seiðmenning kemur frá. Krafturinn(Witchcraft) varð HVERGI til þar sem Engilsaxar settust ekki að(þó svo að galdrar hafi verið stundaðir í öllum trúarbrögðum). Nornir/Seiðskrattar dýrka EKKI klassísk goð einsog Zeus, Pan, eða Bastet. Guðirnir þeirra höfðu sín eigin nöfn þar sem Nornir/Seiðskrattar voru (venjulega) fólk sem bjó í dreifbýli
***
Ég veit um margar Nornir og Seiðskratta sem sem dýrka Þann Hyrnda og Meistarann. Ég veit um Nornir og Seiðskratta sem dýrka Gyðjuna, Drottningu Hulduheima, Dömuna og hin Öldnu Lög. Ég veit um Nornir og Seiðskratta sem dýrka Towzie Tyke, Höfðingja Óreglunar og Gamla Nikulás. Ég veit um Þann Myrka, Hinn Aldna, Þeromagent og líka um Tubal Cain og Mam Lullan. Ég hef heyrt sögur af fólki sem dansaði við Reista Manninn og Tíkina af Brindle. Ég hef heyrt sögur um Visna Manninn, Júlíu Afrítu, og Sybilliu. En ég veit EKKI um neinn ALVÖRU Seiðskratta eða Norn sem trúir á Llew, Lugh, Nuada, Dagda, Balor, Cerridwen og Danu.
Ef þið hefðuð farið út í sveitirnar í Evrópu fyrir um 300 árum hefðuð þið ekki fundið fólk dýkandi “Keltnenska”, Skandinavíska eða Engilsaxneska guði með þeirra upprunalegu (fornu) nöfnum.
Ef öll þið þarna úti eigið heima í Algyðis “hefðum” sem dýrka tugi undir-guða sem bera upprunaleg (fyrir-Kristni) nöfn þá eru þið EKKI Hefðbundnar Nornir/Seiðskrattar. Þið (og hefðirnar ykkar) eruð eithvað MIKLU meira NÚTÍMA. Þið eruð “Endurreisnar Heiðingjar”(Reconstructionist Pagans). Ef ykkar hefð segist nota upprunalegu nöfnin NÚNA í SAMTÍMANUM til að tákna betur Guðina þá er það bara fínt- en slíkt liggur samt sem áður FRÁ réttu andrúmslofti og mekjum “Gamla Kraftsins”, þar sem viss tvíræðni gildir ávalt um hvaða öfl séu í raun að verki þarna úti. Því það er partur af Ráðgátunni Miklu.
Það er ekkert að hreinum og beinum Endurreisnar paganisma. En ekki halda þó svo það heiti “pagan” þá sé það Krafturinn.
Sögulega séð þá eru öll nöfnin sem ég nefndi þarna áðan dæmi um hvað fólk kallaði Hina Öldnu, eftir margar aldir “neðajarðar” vegna Kristninar.
**LÝGI # 8. Nornir voru heilarar og ljósmæður í þorpunum hér áður fyrr**
–Mjög fáir nútíma-Wicca fylgjendur og Paganistar vita eithvað um “Kunnuga fólkið” fyrr á öldum. Þetta fólk og þeirra bakgrunnur hafa horfið í sögunni. Owen Davies menntamaður og sérfræðingur í Seiðmenningum helgaði heilli bók þessu málefni, um fjölkunna fólkið í Evrópu, sem voru heilarar, læknar og ljósmæður osfrv. Þetta voru annaðhvort kvennmenn eða karlmenn sem sáu um mein þorpsbúa– gegn gjaldi. Þau RUKKUÐU fyrir þjónustuna. Seinna í sögunni innlimuðu þau Seremóníu galdra í verk sín. En þetta voru ekki Nornir/Seiðskrattar í 99% tilvika, heldur Kristnir sem notuðu biblíu sálma og vers til lækninga, og börðust GEGN Nornun/Seiðskröttum því trúin var að slígt fólk væri illt. Helsta þjónusta þeirra var líka að finna út hvaða “Nornir” helfðu lagt bölvun á skjólstæðinginn.
Hvað varðar alvöru Nornirnar/Seiðskrattana þá hafa líklega einhver starfað sem heilarar og ljósmæður en líklegast gerðu flest það ekki. Krafturinn(witchcraft) var eithvað til að óttast, jafnvel á tímum heiðingja. Það voru ekki allir fjölkunnir og þorps Nornin lét það líklegast ekki í ljós hverrar trúar hún var.
—-
Ég mun ekki koma til með að svara bréfum frá vælandi
Dúnkendum-Wicca fylgjendum, sem eru að reyna að verja sykurhúðaða, tyggjóklessu crap áhugmálið sem þau kalla trú.
Takið reykelsin, kristallana, olíurnar, ilmkertin ykkar og væliði í Silver RavenWolf eða Scott “kuntu”ham ef þið þurfið þess.
<br><br>————————————
What sould be feared the most?
The Darkness? Or the unseen dephts of
the human soul?
————————————