Sko jæja veit ekki hvernig ég á að segja þetta.
Ég er með mislit augu en þau eru alltaf að breytast en eru oftast svona blágrængrá.
Í vetur var ég í skólasundi og átti engin sundgleraugu þannig að mér sveið stöðugt í augun. Og alltaf eftir sundið var hvítan í augunum á mér rauð eins og hjá öllum sem eru í sundi án sundgleraugna en lithimnurnar voru grænar. Alveg skærgrænar eins og á ketti eða einhvað.
En svo löguðust augun í mér vanalega eftir klukkustund eða einhvað.
En núna fyrir stuttu þá var ég í einakrónu með vinum mínum og einn vinur minn klessti á mig þannig að ég datt. Ég rak hausinn í en samt byrjaði mig að svíða í augun alveg eins og í sundinu. Svo leit ég í spegilinn og augun í mér voru orðin skærgræn. Næsta morgun urðu þau svo aftur eðlileg.
Það er líka annað. Í grein sem var send fyrir löngu stóð að þeir sem að hefðu löng augnhár gætu séð hluti fyrir eða einhvað svoleiðis.
Ég er með óeðlilega löng augnhár. Margir hafa spurt mig hvort ég sé með maskara og þegar ég spyr afhverju segja þeir að augnhárin á mér séu svo óeðlilega löng og svört.
Ég hef séð einu sinni og einu sinni einhvað fyrir. Einu sinni þegar ég var lítil dreymdi mig að ég væri vinkona mín og að hún dytti af hesti. Næsta dag datt hún af hesti og fékk heilahristing.
Merkir þetta einhvað?