fyrsti
ég sat heima og lögreglan kom og spurði mig hvort ég hefði drepið vin minn og ég sagði ósköp rólega að ég hefði drepið hann og var samvinnuþýð og mér var hrósað og hrósað fyrir hvað ég væri samvinnuþýð.
annar
ég var á lestarstöð samt ekki og það var félagsráðgjafi að leita af börnum þarna en ég var að hjálpa börnunum þetta var ung stelpa og unglingsstrákur ég man að strákurinn spilaði á hljóðfæri. og ´hann þurfti alltaf að slíta grein af tréi og kveikja í henni þannig að stelpan gæti reykt hana,
þriðji
ég var um borð í skipi ég var að vinna þar og allt í einu heyrist dynkur og allir hlaupa því það vita allir einhvernveginn að skipið væri að sökkva. En þá fékk einhver maður raflost og satt þannig að ég og einhverjir snerum við og reyndum að hjálpa honum en þá var hann orðinn bara beinagrind. Og hann var svo þungur við hefðum aldrey náð úr bátnum með hann. Þannig að ég spyr hvort hann sé ekki dauður allir jánka því og við hlaupum upp stiga hána mjóan en þá kemur einhver karlmaður og kyssir mig og hjálpar mér í land.
Viljiði segja mér hvað þetta þýðir því mig dreymdi þetta í fyrradag og vanalega gleymi ég draumunum mínum en þessir poppa alltaf upp aftur og aftur.