Ég er búin að dreyma undarlega í þrjár nætur í röð.
Ég á páfagauk, af dýrari kanntinum. átti annan í haust en hann dó, ég hefði getað komið í veg fyrir það, átti tvo aðra fyrir og eftir og þeir dóu líka, einn var veikur og annar slasaðist. Svo ég er núna mjög hrædd um að missa þennan og passa mig einsog ég mögulega get að ekkert komi fyrir og tek engar áhættur. Allavega hefur mig dreymt 3 nætur í röð að það kvikni í bílskúrnum sem ég bý í (bílskúrinn er í raun “vinnustofa” en ég gisti hér og allt). Í einum draumnum bjargaði pabbi fuglinum úr bílskúrnum en hann var þegar dáinn, í öðrum var enginn fugl og í draumnum í nótt var hann inní bílskúrnum og ég náði að bjarga honum, en þá kviknaði tvisvar í skúrnum, og ég vissi fyrirfarmm að það mundi kvikna í svo að ég bjargaði mörgu dóti og setti það undir plast útí garð, en gisti þar samt með fuglinn í búrinu sínu, littla frænka mín var með mér í draumnum.
Getur einhver sagt mér eithvað um það hvað þetta gæti þýtt? Er verið að vara mig við eldhættu í skúrnum eða eithvað annað? Ég er svo hrædd um littla krílið mitt, vil ekki að neitt komi fyrir hann. Ég hef ekki aðgang að draumráðninga bók.