Mig dreymdi mjög skrítinn draum nýlega. Ég var sofandi heima hjá mér í draumnum og vaknaði við að það kom gríðarlegur jarðskjálfti. Það var eins og jörðin væri að sökkva og herbergið hallaðast á hlið. Eftir jarðskjálftann fór ég fram og þar var franskur kokkur sem var voða hrifinn af mér og vildi heilla mig og bjó því til þvílíkt girnilega samloku og gaf mér.
Getur einhver túlkað þennan draum fyrir mig?