Síðan ég var ca. 11-12 ára (ég verð 16 rétt eftir áramót) hef ég haft mikinn áhuga á einum forföður mínum, Hákarla-Jörundi sem var farsæll sjómaður. Ég las mikið um hann á bókasafninu og spurði ættingja mína um hann.
Faðir minn, sem er látinn, var á sjó í einhver ár, fór síðan í verslunarrekstur og síðan í eitthvert viðskiptanám í útlöndum eftir að hann og mamma skildu.
Núna, þegar ég þarf að fara að ákveða mig hvaða nám ég ætla í næsta vetur hef ég mikið verið að velta fyrir mér að fara í vélstjórn eða jafnvel að verða stýrimaður. Ég á eftir að fara í svokallaða áhugasviðskönnun hjá námsráðgjafanum en ég ætla líklega að fara í hana fljótlega.
Ég hef mikið orðið var við að fullorðnir sjómenn séu virkir eða óvirkir alkar og það “styggir” mig aðeins.
Það sem ég vil heyra frá ykkur er hvað ykkur finnst um þetta, hvort þetta segi mér eitthvað um framtíð mína og hvað mér sé ætlað að gera við líf mitt.

Takk fyrir tímann!