Held þetta hafi verið þrír draumar. Þennan dreymdi mig eftir að hafa séð myndina 28 days later:
Það voru hvítir sýktir hundar nálægt þar sem ég var meðal fólks. Ef ég sá ekki til þeirra, þá renndi ég frá sérstökum sóttkví-búning sem ég var í, svona hvítum með glugga framan á. Ég lá alltaf á gólfi, eins og þetta væri svefnpoki. Svo var eins og einhverjir glæpamenn væru að leita að mér þarna sem ég var. Þeir náðu mér og bundu mig í stól til að yfirheyra mig.
Næsti draumur: Ég var að ýta flugvél með handafli á sveitarvegi. Það kemur kona að hrósa mér fyrir dugnaðinn og gefur mér tvöþúsundkall. Ég er komin á flugvöll með vélina og set vélina inn í stærri flugvél. Þarna eru skrýtin óþægileg rauð sæti og systir mömmu minnar situr nálægt mér og skammar mig fyrir ódugnað við verkefni sem ég er að gera. Flugstjórinn spyr mig hvort ég hafi komið flugvélinni nægilega vel fyrir afturí og ég segi já.
Þriðji draumurinn blandast aðeins þessum flugvéladraumi. Samt voða óskýr. Ein bekkjarsystir mín er að bíða eftir afgreiðslu inní flugstöðinni og hún er voða dularfull eins og hún sé að leyna mig einhverju. Þetta lítur út eins og sjoppa. Þessi í bekknum er að bíða eftir einhverri konu sem er að fara að giftast einum bekkjarbróður okkar, en hún veit ekki hvernig þessi kona lítur út, en konan ætlar að koma í brúðarkjól. Konan kemur ekki, heldur dóttir þeirra, sem er lítil og mjó. ENDIR. Stórskrýtið!