Hæ hæ
Mig langar að spurja ykkur um eina veru sem hefur alltaf farið illa í mig sem kallast sem mig minnir mörur þetta eru stórar og dökkar verur sem koma (stundum) meðan maður er milli svefns og vöku. Ég þekki nokra sem hafa lent í þessu og einnig hef ég lennt í þessu og hef ég líklegast aldrei á æfinni orðið afn hrædd á minni æfi. Það byrjar á því að maður er alveg að sofna en allt í einu er eins og maður festist við rúmið eins og segull og síðan sér maður þess veru sem sest á bringuna á manni og starir í augun á manni og augun í þessum verum eru ógeðsleg þau eru svör og það var eins og að horfa ofan í endalaust hol sem maður var að sökkva ofan í. Þegar á þessu stendur getur maður varla talað.
Mig langar að vita meira um þessar verur og hvernig er hægt að komast hjá þeim því hvorki ég né þeir sem ég þekki viljum upplifa þetta aftur.
kv lolabunny