Ég hef verið að pæla mikið í því hvort að það sé hægt að ráða því hvenær maður deyr… Manni finnst maður oft t.d. geta ráðið hvort maður ætlar að vera veikur eða ekki, gildir það sama um dauðann?

Afi konu bróður míns dó úr altzheimer (kann ekki að skrifa það) og var það mjög erfitt fyrir þau en konan hans hafði verið með lítið krabbamein sem að hafði ekkert stækkað eða breytt úr sér..
En þegar maðurinn hennar dó þá sagði hún “jæja, best að ég fari bara líka”. Svo mánuði seinna dó hún, úr krabbameini.

Ég var að spá hvort það sé hægt að stjórna því aðeins hvort að t.d. krabbamein stækki eða breyði úr sér eða ekki, eða þá að deyja úr einhverju eða eftir eitthvað…

Ég held að þegar kemur að því að maður verður veikur að þá getur maður ráðið því hvort maður deyr eða ekki. Þá er ég ekki að meina að maður ætli sér bara að deyja á morgun úr bílslysi eða eitthvað heldur að eins og þegar maður fær krabbamein að maður ræður því hvort maður muni að deyja úr því strax eða ekki. þá er kannski hægt að þrauka?

Það er ein vinkona mömmu sem er líka með krabbamein í höfðinu og hún á tvær ungar stúlkur og hún sagði að hún ætlar sér að lifa þangað til að þær eru orðnar nógu gamlar til að “missa mömmu sína”. Krabbameinið hefur ekkert verið að angra hana og gengur þetta allt vel…

hverjar eru ykkar skoðanir og engin skítköst plz…

takk