Mig dreymdi svolítið steiktan draum í nótt.
En í draumnum þá sendi ég bréf út með nafninu mínu en ég stílaði bréfið ekki á neinn og það var bara í þvælingi þangað til að ég varð eldri. En nú komst bréfið í hendur manns sem bjó einhversstaðar í Afríku og var alveg svartur og hann hélt að ég vildi giftast honum en hann hafði aldrei séð mig. Svo hann sendi eftir mér út og ætlaði að giftast mér, en í draumnum fannst mér eins og það væri einhver skylda mín að giftast þessum manni sem mér leist bara ekkert á. Svo kom að stóra deginum og ég var sett í svartan brúðkaupskjól eins og ekkert væri eðlilegra með svart fyrir andlitinu. En þegar presturinn ætlaði að fara að gifta okkur þá hljóp ég út! Ég var líka ástfanginn á Íslandi…..
Skrítinn draumur vitið þið hvað þetta þýðir?