Fegurðin er í augum sjáandans…
Máttur bænarinnar
Ég fer stundum á miðilsfundi hjá sálarrannsóknarfélaginu á sunnudögum, og þar getur maður spurt um ættingja sem eru farnir yfir,en sem sagt ég spurði um bróður minn sem dó árið 2000 og féll fyrir eigin hendi, og spurði hvort hann væri komin yfir og það var svarað nei, ég var hálfhissa því hann dó fyrir tveim árum og var ekki “fundinn” maðurinn hinummeigin sagði að þeir myndu reyna að finna hann og ég ætti að spyrja næst þegar ég kæmi. eftir fundinn sagði stjórnandinn að ég ætti að biðja fyrir bróður mínum að hann ætti að fara í ljósið og þar myndi fólk sem hann þekkti taka á móti honum(sem eru farnir)en ég bað til hans á hverju kvöldi svo heitt, því mér fannst svo sárt að hann væri ekki fundinn,en nokkrum vikum síðan dreymdi mér hann að við sátum við eldhúsborðið og og hann var að segja mér að hafa ekki áhyggjur af sér hann væri í góðum höndum, nokkru seinna dreif ég mig á miðilsfund og komst að því að hann væri fundinn.Þetta sannar að bænin virkar.Þetta svipað og ef maður hugsar hlýtt til einhvers finnur hin manneskjan fyrir því