Síðustu daga er ég búin að vera með samviskubit yfir að heimsækja aldrei ömmu og afa og hina ömmuna. Amman sem er ekkja, mig dreymdi hana í nótt!

Ég er á gistiheimili og dreymdi að hurðin væri brotin neðarlega og sneri inn fyrir þröskuldinn. Ég lít á hurðina í drumi og spyr ömmu mína(sem er allt í einu þarna inni með mér): Braust einhver inn?

Amma gengur um fokreið og svarar mér ekki! Hún byrjar bara að kasta hlutum í mig og í allar áttir. Hún opnar hurðina og ég er á nærfötunum(þetta gerist um morguninn þegar ég vakna) og held dýnu rúmsins fyrir framan mig og segi við ömmu: Ekki opna hurðina, ég er ekki búin að klæða mig!

Ég sé pabba fyrir utan húsið og löggubíl. Pabbi er að kvarta við lögguna um eitthvað. Svo þegar ég lít við, þá er amma að kveikja í rúminu mínu!!!!! Það kemur mikið bál og ég hleyp út á tröppur til að kalla á hjálp en þá kemur þykkur reykmökkur á móti mér og ég tek andköf af köfnun.

Man ekki meira, en þegar ég vakna, þá hafði ég gleymt að læsa herbergishurðinni! Hey já ég gleymdi einu: Amma tók mig upp á hálsmálinu þegar ég kvartaði yfir opinni hurð, og kastar mér fast upp að veggnum. Hún var ótrúlega sterk!