Þetta tengist kannski ekki beinlínis dulspeki en á við skoðunarkönnunina sem er í gangi hérna.
Ég var að taka þetta saman og þegar ég skrifa þetta á eru 121 búinn að taka þátt og 50% segjast vera í trúfélagi en annað hvort ekki vera trúuð eða ekki vita hvað þau trúa. Hvað eruð þið að gera í trúfélagi ef þið trúið ekki á trú trúfélagsins? Mér finnst þetta allt hið furðulegasta! Ég veit reyndar að fólk er skráð í þjóðkirjuna án þess að biðja um það en ég verð að segja að það er argasta hræsni að vera í trúfélagi ef maður er ekki þeirrar trúar. Í raun er það líka móðgun við þá sem taka trúfélagið alvarlega.
Ef þið eruð trúlaus eða vitið ekki hvað þið trúið á, er þá ekki eðlilegast að vera utan trúfélaga?