Þannig er mál með vexti að þegar ég fer að sofa á kvöldin þá finnst mér einsog einhver vera sé að ásækja mig. Þetta er stelpa, dökkhærð og kannski svona 10 ára. Mér finnst hún standa yfir mér þegar ég loka augunum en þegar ég opna þau er ekkert. Ég loka augunum aftur og þá finnst mér hún opna hurðina og ganga að rúminu. Aftur opna ég augum og sé ekkert. Ég sé ekki í andlitið á henni, en hún er alltaf í hvítum náttslopp sýnist mér.
Málið er að þetta hefur valdið mér miklum erfiðleikum með svefn og ég get ekkert sofið nema með ljósin á. Ég hef prófað bænir og að signa mig, ekkert gengur.
Áður en við fluttum inn í íbúðina bjó eldra fólk í henni, maðurinn dó fyrir 6 árum en konan í febrúar á þessu ári, rétt áður en við keyptum íbúðina. Konan notaði herbergið mitt sem gestaherbergi og saumastofu. Gæti þetta tengst þessu einhvernveginn?
Gæti þetta verið fyrirboði, fylgja eða draugur? Þetta hefur verið svona í um hálft ár, alveg frá því að við fluttum inn. <br><br><b>Takk fyrir áheyrnina.</b>
Þetta er stolin undirskrift.