Galdur er athöfn sem er tengd vissri trú. Athöfnin getur verið mjög mismunadi, fer bara eftir, einstaklingum, trúnni (Wicca, voodoo, satanismi, Ásatrú, shinto, svo endalaust ég gæti talið) hugarfari og aðstæðum.
Sumir segja að Galdur sé bæn til guðanna sem er höfð með vissu formi til að skila sem bestum árangri, aðrir segja að galdur sé viss beiting á þinni eigin andlegu orku að vissu takmarki til að fá þitt framgengt, og enn aðrir segja að það sé aðferð til að draga orku frá alheiminum, fínstilla hana með sérstökum aðferðum og senda hana áfram að takmarki þínu.
Hvað galdur er, er voða persónubundið og þú verður einfaldlega að finna þína skoðun á því ….Skoðaðu mismunandi trúarbrögð sem galdra hafa mikilvægt hlutverk í, lestu bækur um galdra (sumar eru algjört crap en mikið vit í sumum). En ekki taka öllu sem þú lest um galdra bókstaflega (það sem þér fynnst gildir).
Wicca er EKKI eina, né elsta trúinn sem galdrar eru stundaðir í. Sumum(flestum sem ég þekki) fynnst wicca líka vera algjör sykurhúðuð, tísku nútíma afskæming á ævafornum og heilögum hlut, sem er auglýst einsog sjampó af 14 ára stelpum á netinu. Galdur er fyrir mér fyrst og fremst sönnun á því að við erum bara lítill hluti af einhverju miklu stærra.
Mér finnst wicca reyndar vera afskræming á tiltölulega nýlegum hlut, afskræming þannig að hann er látinn líta út fyrir að vera gamall þegar hann er það ekki, svo vitað sé. Sá galdur sem er gamall kemur flestur frá Egyptalandi og Mesópótamíu í gegnum gyðingdóm og kristni, en hann hefur lengi verið fylgifiskur þessara trúarbragða í óþökk rétttrúnaðarmiðju þeirra. Samt má jafnvel færa rök fyrir því að helgiathafnir presta kirkjunnar eigi sér upphaf í göldróttum athöfnum forvera þeirra í frumkristni.
Það sem ég er að segja er, að flestir þeir sem kirkjan ofsótti á öldum áður fyrir nornagaldra (e. witchcraft) tilheyrðu að öllum líkindum EKKI forkristnum náttúrudýrkandi trúarbrögðum, heldur einhverjum jaðarafbrigðum af kristni (s.s. gnostísisma) sem kirkjan viðurkenndi ekki og áleit hættuleg. Þessi saga um fornan uppruna wicca er byggð á getgátum, trúin var stofnuð á 6. áratug síðustu aldar, og galdrarnir byggðir á hefðum gyðing-kristilegra launhelga s.s. Golden Dawn, Rósakrossreglunni o.fl.
0
Ertu ekki aðeins að gleyma forn Keltum, Drúidum og líka hefur forn indíána shamanismi haft sín áhrif.
Orðið “Witch” er komið af Engilsaxneska orðinu “Wicce” sem þýðir “sá vitri” og wicca sprottið frá því… En sumir telja þó að orðið “Wicca” sé komið af “Wicker” sem þýðir “að beigja eithvað(eftir sýnum vilja)”
(Heimild: Dorothy Morrison, A witches book of shadows,2001)
Kirkjan eða Kristni kemur gamla vestræna kraftinum ekkert við, ef þú skoðar goðsagnfræðina þá er ekkert skillt þar á milli. Krafturinn byrjaði svo auðvitað ekki að verða að Wicca fyrr en vesturlandarbúar settust að í Ameríku. Kristni er ekki eldri en Krafturinn
0
En er ekki ósköp lítið vitað um Kelta og Drúída, hvers eðlis þeirra trúarbrögð voru og ennþá síður hvernig helgiathafnir þeirra voru? Eftir því sem ég veit bjó Gerald Gardner til galdraathafnir, tákn og hugtök wicca úr þessum gyðing-kristilega arfi (kabbalískum ceremonial magic, Golden Dawn o.s.frv.). Fimmhyrnda stjarnan kemur líka þaðan. Hyrndi guðinn Baphomet er kominn frá kristnum Musterisriddurum skv. galdramanninum og f.v. kristna prestinum Eliphas Levi. Ekki misskilja mig, þetta eru hlutir sem kirkjan hataði, en svona helgispjöll eins og að særa upp djöfla og gera þá undirgefna sér eða leita ráða erkienglanna byggir samt á kristnum átrúnaði.
Ég veit ekki hvaða Kraft þú ert að tala um. Þú talar eins og það hafi verið einhver alþjóðleg leyniregla sem hét Krafturinn á Vesturlöndum fyrir kristni. Auðvitað var e.k. shamanismi og “frumstæð” galdratrú til staðar í flestum þessum löndum, þ.á.m. Ásatrú á Íslandi, en engin sameinandi yfirbygging sem hét Krafturinn. Í Norður-Finnlandi eru enn til náttúrudýrkandi shamanar sem ákalla náttúruöflin með trumbuslætti og öðrum galdraathöfnum og falla í trans. En orðið “The Craft” er e.t.v. þekktast í notkun Frímúrara, en þeir kalla oft reglu sína þessu nafni enda nota þeir symbólisma múraraiðnar í sínum helgisiðum.
Ég var á fyrirlestri í HÍ um daginn um “Galdur og gjörninga í frumkristni” og þar var ein svona wicca, sem hélt að hún væri með allt á hreinu um hvers konar náttúrudýrkandi galdrafólk hefði verið þar. Hún vildi varpa sínum 20. aldar hugmyndum á 2000 ára “trúvillinga”. Málið er bara ekki svo einfalt. Simon magus og þessir galdrakarlar/kerlingar sem kirkjan ofsótti voru kristnir eða gyðinglegir villutrúarmenn, og þeir dýrkuðu ekki náttúruna heldur var hún ill í þeirra augum og langt gil á milli Guðs og náttúru. Ég er bara að reyna að koma í veg fyrir svona misskilning, að wicca sé einhver sameinandi yfirbygging fyrir alla galdra fyrri tíma.
0