Hmm… Hann Thurber vinur okkar virðist ekki ætla að svara… Kannski sambandið sé slæmt hjá honum í kvöld.
Annars var ótrúlegt, Dóri, þegar ég las svarið þitt, hvað ég fann sterkt fyrir einhverri návist. Þetta er alltaf erfitt þegar um svona langar vegalengdir er að ræða, en eitthvað við persónu þína er þessi valdandi að hún geislar. Mér finnst eins og hér sé staddur maður, sterklegur, einhver sem þú leist upp til en er farinn núna. Passar þetta, eða er ég kannski að greina eitthvað frá öðrum notendum (þetta er erfitt hér, mikið um að vera)? Það má vera að þú munir ekki gjörla eftir manninum; að hann hafi farið þegar þú varst ungur. Þú skalt spyrjast fyrir um þetta.
Þessi maður er svo sterk persóna… Maður fær á tilfinninguna að það sé ekki eitt óheiðarlegt bein í honum - máski smá stríðnispúki - en ekkert alvarlegt, er það nokkuð? :)
Kaffi - ég finn sterkt fyrir kaffi… Hann drakk líklega rótsterkt kaffi og setti einhvern óskundann út í það.. ég sé ekki alveg hvort þetta er sykur eða mjólk, en allavega fór hann ekki sparlega með það. Þetta er hraustur maður sem vann fram í rauðan dauðann og kvartaði aldrei.
Hann segir mér að hann hafi fylgst með þér og þú þurfir ekkert að vera hræddur… Þetta sem þú ert að spá í; þetta með skólann, það á allt eftir að fara vel. Hann segir ekkert meira - ég veit ekki hvort þú ert í skóla núna eða hefur spáð í að fara í skóla, en það er allavega eitthvað sem liggur á þér, og hann vill fullvissa þig um að það fari allt eins og best verður á kosið. Svo glottir hann og fæst ekki til að segja meira. Mætti segja mér að það sé kvenmaður í spilinu? Nei, nú er ég búinn að segja nóg, segir hann mér :) Skemmtilegur karakter.
Allavega, hann er stoltur af þér; það hefur ræst úr þér - þú hefur unnið þig í gegnum einhverja erfiðleika. Fólk átti erfitt með að taka þér eins og þú varst, og þess vegna áttir þú líka erfitt með að finna sjálfan þig almennilega. Hann segir að þú hafir týnt sjálfum þér en loksins fundið þig aftur. Nú hlær hann :D
Það er ótrúleg hlýja sem stafar frá þessum manni… Hann segir mér að þú megir samt ekki missa sjónar á því sem lífið hefur upp á að bjóða og mátt ekki ganga of langt. Það er eitthvað í sambandi við heilsuna, þú verður að passa heilsuna, mátt ekki ofgera þér…
Nei! Nú stöðvar hann mig! Þú átt að hugsa *minna* um heilsuna segir hann! Skilurðu þetta? Nú fussar hann og sveiar og segist lítið vera fyrir þetta heilsustúss allt… Og hann segir að þú eigir að halda áfram á sömu braut, byggja þig upp, vinna úr málum og gleyma því liðna. “Þetta var víðáttuheimskt lið allt saman” tautar hann og lætur ekki meira uppi. Þú átt að skilja þetta. Ég fæ ekkert meira að vita - bara sendiboði :D
Bíddu…
Nei, nú dofnar sambandið… En ég fann sterkt að þessi maður vildi þér vel. Hann hafði sterka persónu, hreina áru. Þú átt að kannast við hann, eða vita hver hann er. Spurðu.
Ertu sáttur við mig?