Það er hægt að þjálfa þetta upp smám saman en það er ekkert víst að þú gætir orðið jafn góð og miðill. Einhvers staðar á ég bók varðandi það hvernig maður í raun og veru verður meðvitaðri um það sem í kringum okkur er.
Þú þarft ekkert að vera hrædd við það sem þú skynjar þetta eru yfirleitt bara góðar sálir sem eru að tjekka hvort að það sé ekki bara allt í lagi hjá okkur.
Prufaðu næst þegar þú finnur fyrir einhverju, þá miðað við að þú sért ein, að hugsa eitthvað til verunnar t.d. spyrja um nafn og ef þú ert næm fyrir tjáskiptum þá færðu svarið væntanlega um hæl hvort sem það poppi eitthvað nafn einstaklega sterkt inní hausinn á þér eða með einhverjum öðrum ráðum. Annars þegar ég finn fyrir einhverju eða tel mig verða var við eitthvað/einhvern þá bið ég yfirleitt bara æðri máttarvöld um að blessa þessa veru sem til mín er komin.