Í gærkvöldi horfði ég á myndina Devils Advocate á Rúv og fór að sofa eftir það og dreymdi mjög þá meina ég MJÖG skrýtinn draum. Mig dreymdi að ég vaknaði og allt í einu byrjaði tölvan mín að brenna. Svo byrjuðu hlutir í kringum mig að brenna. Satan kom svo úr jörðinni og byrjaði að þilja einhvern andskotann(jah skemmtilega orðað) á latínu og svo var ég skyndilega kominn í hlekki. Þá á svipstundu var ég svífandi í víti og var að hlaupa undan öllum verum vitis sem eru í leiknum Heroes 3 sem ég spila mikið þartil ég kom að hrauni og sá þá engill sem tók mig að sér. En þegar hann var að fljúga með mig á brott kom djöfull og togaði í mig og engill togaði á móti þartil ég slitnaði í sundur og þá vaknaði ég með andköfum. Þá lá ég lengi uppí rúmi og hugsaði. Hvað merkir draumurinn. Ég hef verið að lesa mér smá til á churchofsatan.org og lesa greinarnar því ég vil kynna mér gott og illt, hvað er gott og hvað er illt. Veit einhver hvað þessi draumur merkir? Að illt heillar mig og satan vilji ná mér og guð reynir að ná mér til baka, ég er kristinn og hef farið í kirkju eftir að ég fermdist, amk 1 sinni sem ég man eftir, kannski bara það en eg veit ekki. Eða er þetta viðvörun um að ég eigi ekki að pæla í “illu”?
Veit einhver´hvað þetta merkir? Ég er alveg snauður, hvað ætli þetta merki?