Hæhæ, dreymdi frekar furðulegan draum núna um daginn, vona að einhver geti ráðið hann fyrir mig.
Ég var stödd á Akureyri með vinkonu minni og það var verslunarmannahelgi. Við erum staddar í miðbænum, svaka djamm og mikið af fólki, klukkan eitthvað mjög snemma um morguninn!! Þá hringir síminn minn, eitthvað númer sem ég kannaðist ekkert við, ég svara og í símanum er mjög góður vinur minn sem var staddur á Akureyri líka, (það hefur alltaf verið rosalega skrýtið sambandið á milli okkar, annaðhvort erum við vinir eða ekki..) þegar ég svara þá segir hann bara “Þú verður að hjálpa mér, gerðu það hjálpaðu mér, ég er allur í blóði”! Ég skil ekkert hvað er í gangi og segi að ég hringi eftir smá stund.. ég rölti eitthvað með vinkonu minni og sjáum þá alveg hóp af fólki standa fyrir utan leigubílstöðina á Akureyri og löggan er búin að umkringja bílaplanið þar. Mér dettur þá í hug að hringja aftur í vin minn, ég hringi í númerið sem hann hringdi úr og þá svarar einhver annar, ég spyr bara hver þetta sé og þá segir hann “Lögreglan, pabbi hans Björgvins”.. (Ég þekki engan Björgvin) ég segi þá að ég hafi hringt í vitlaust númer og hann segir þá “Nei.. hvað veistu, segðu mér það sem þú veist” ég skildi ekki neitt og skellti bara á.. svo labba ég aðeins nær bílaplaninu og sé þá stelpu liggjandi þar útataða í blóði og sjúkrabíl koma keyrandi að henni.. Þá sé ég vin minn vera leiddan uppí löggubíl og þá vaknaði ég…
Ég skil bara ekkert í þessum draumi, ég man bara hvað ég var hissa þegar þessi vinur minn hringdi og bað mig um hjálp.. það er alveg furðulegt samband á milli okkar í alvörunni, og alltaf voðalegt “Kemistrí” á milli okkar.. veit samt ekki hvort það skiptir einhverju máli í sambandi við draumaráðninguna.

Með fyrirfram þökk
Dharma