Ég var að spá í hvort einhver gæti nokkuð ráðið fyrir mig draum sem mig dreymdi í nótt.
Það var eins og það væri aðfangadagur og ég þurfti að vera að vinna í einhverju bakaríi í Kópavogi (sem er ekki til). Ég var alltaf að reyna að fá að hætta en fannst eins og ég væri að gera einhverjum greiða og komst því ekki fyrr en síðust burt og þá var klukkan orðinn 7 um kvöldið. Mér þótti leiðinlegt að vera orðin of sein og ætlaði þess vegna að drífa mig heim. Þegar ég kom út úr bakaríinum voru 4 ungir menn fyrir utan, sem mér fannst eitthvað skuggalegir og fannst eins og þeir væru að bíða eftir mér. Ég fór í bílinn minn og keyrði af stað og þeir eltu. Ég keyri heim til mín, niður hjá engihjallablokkunum og þá er ég stoppuð af einhverjum mönnum sem líta út fyrir að vera hermenn eða víkingarsveitinn eða eitthvað svoleiðis og mér er sagt að ég geti ekki farið í Seljahverfið því það sé stórbruni í gangi. Ég verð mjög hrædd og finnst eins og mamma mín, pabbi og systir séu heima hjá mér að bíða eftir mér og að þau búi þar og við ætlum að halda jólinn þar (ég flutti að heiman´í nóvember síðastliðnum ásamt kærastanum mínum). Ég stend fyrir utan bílinn minn og er að bíða eftir að vera hleypt heim til mín, síðan lít ég svona yfir hverfið og sé þá að tvö hús í götunni minni eru í björtu báli, húsið ská á móti mínu og annað aðeins utar í götunni (ég hafði einhvernveginn á tilfinningunn að það væri einhver að kveikja í og hermennirnir væru að leita að honum áður en hann kveikti í á fleiri stöðum). Þarna endaði draumurinn.
Þegar ég vaknaði gat ég ekki hætt að hugsa um þetta og fyrsta hugsun mín var að ég yrði að kaupa brunaboða strax í alla íbúðina. Ég hef nefnilega alltaf verið eldhrædd, þori ekki einu sinni að skjóta upp flugeldum, hugsa þó ekki um þetta.
<BR