Halló Hugarar
Um daginn var ég að skoða gamlar greinar og rakst á grein eftir Isabel um það að hún hafi legið í rúminu sínu og allt í einu var eins og kærastinn hennar sem lág við hliðina á henni byrjaði að hæja þessum líka geðveikislega hlátri og þegar hún ætlaði að snúa sér við og líta á hann gat hún það ekki, það var bara eins og hún væri lömuð. Svo þegar hún leit að dyrunum í herbeginu hennar var eins og það stæði einhver vera í dyrunum og horfði á hana,þá var hún orðin svo hrædd að hún ætlaði að öskra en gat það ekki heldur. Svo fór veran að færast nær þangað til að hún stóð alveg yfir henni. Þetta var svona í smá stund og þá hljóðnaði allt og veran hvarf.
Þegar ég las þessa grein minnti það mig á það að svipað gerðist hjá mér.
Þá lág ég vakandi í rúminu mínu svo allt í einu var eins og ég svifi yfir gólfinu í miðju herberginu mínu og allt herbergið hring snérist í kringum mig. Svo þegar ég ætlaði að reyna að hreyfa mig þá gat ég það ekki og ég gat heldur ekki öskrað þetta gekk svona í um 1-2 mín. Svo þegar þetta var búið settist ég upp og öskraði svo hátt að nágrannarnir hafa örugglega vaknað við það.
Ef einhver hefur hugmynd um hvað þetta er þá þætti mér gaman að fá að vita það!!!:þ