Í fyrsta lagi er alltaf verið að segja, ja 90% íslendinga eru nú skráð í þjóðkirkjuna svo meirihluti þjóðarinnar hlýtur að vilja hafa þjóðkirkju…. málið er að fullt af fólki er trúlaust, en nennir ekki að skrá sig úr þjóðkirkjunni. Mér finnst það vera skylda trúlausra að skrá sig úr henni, þó ekki væri nema svo að kirkjunnar menn myndu hætta að beita sjálfa sig þeirri blekkingu að 90% íslendinga séu kristnir. Fyrir utan það að þjóðkirkjan fær visst hlutfall af sköttunum sem maður borgar, ef maður er skráður í hana, ég hef engan áhuga á að gefa þeim pening, ef maður er skráður utan trúfélaga fer þessi peningur í háskólann.<br><br>Betur sjá augu en eyru