Ég kom að húsi tengdaforeldranna (tilvonandi)og þar er pabbi hans kærasta míns úti að gera eitthvað við lóðina…eða var hann að grilla, ég man það ekki. Hann lítur á mig og segir ekki neitt…það er einsog ég hafi gert eitthvað af mér, en hann setur samt upp þykjustubros. Ég geng inní húsið og sé ekki neinn. Allt í einu kemur mamma hans inn og segir við mig, grimm á svip: Hvernig datt þér þetta í hug?
Ég verð eitt stórt spurningamerki. Þá segir hún:Hvað ertu búin að vera í neyslu lengi(ég sem er ekki á neinu!!!!!)
Ég segi: Ha, bíddu nú við…neyslu…?
Hún segir: Já, ***** sagði mér(sem sagt kærasti minn) að þú værir á eiturlyfjum.

Nei, það er misskilningur segi ég. Leitaðu bara á mér. Mér dytti aldrei í hug að neyta lyfja!!!!

draumur á enda.

Svo nokkrum dögum seinna…ef þetta kemur eitthvað draumnum við, þá er kærasti minn í einhverri fýlu. Fiskurinn sem hann sauð var soldið hrár og hann segir við mig: finnst þér fiskurinn vondur? (hann var ekki hrár í gegn, en inní(við veiddum fiska í gær) og hann sagði sjálfur að hann væri hrár, en spyr mig samt hvort hann sé vondur. Ekki smakkaði ég þetta hráa og hitt var mjög gott, vantaði soldið bragð en samt ljúffengur.
Hann fer í þessa fýlu og þegar hann fer í fýlu langar mig niður í jörðina!!!!
Hann fær samt stutt fýluköst, sem er kostur. Hann þolir ekki þegar ég fer í baklás. Hann vill að ég sé bara í mínu venjulega skapi þó hann sjálfur fari í fýlu, en svörin hjá honum, þegar hann er í fýlu og ég reyni að halda uppi samræðum, eru ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. En auðvitað er hann besta skinn og á sína “daga” einsog fleiri. Trúi samt ekki að draumurinn hafi verið fyrir þessu. Leið bara ekkert vel núna eftir að hann fór í fýlu og verð að viðurkenna að ég verð óörugg þegar hann fer í eina eitraða fýluna enn. Varð bara að deila þessu með ykkur, því rétt í þessu var hann að fara útúr húsi og ég er ein hér og við sættumst ekki alveg áður en hann fór…þess vegna er ég með smá kökk í hálsinn útaf grimmdinni áðan. Ég er ekki kona með mikið skap…kannski þarf hann þannig…ég veit það ekki:( Ætti fr4ekar að skrifa þetta á rómantíkur áhugamálið???