fá ráðningu á honum hjá konu sem heitir Lilja. hér kemur draumurinn og ráðningin:
Draumur
Mig dreymdi að ég væri að gera verkefni sem fermingarbörnin áttu að gera.
Við vorum að gróðursetja blóm við veginn sem liggur upp að hólnum þar sem Hólskirkja stendur. Ég var samt bara ein þarna ásamt Guðný og Agnesi.
Við vorum að grafa bláar og fjólurauðar stjúpur og há appelsínugul blóm sem ég veit ekki hvað heita. Ég var að grafa holu fyrir næsta blóm þegar ég gróf of langt og þá kom í ljós líkkista sem var grafin í jörð við veginn. Ég gróf lengra og ég sá að í kistunni voru 2 börn og 1 kona. Guðný gróf hinum megin og þar kom í ljós karlmaður. (ekkert lok var á kistunum.)
Við vorum báðar hissa á þessu en ekki Agnes. Hún sagði að konan í kistunni sem ég gróf upp væri móðir annars barnsins og systir hins. Karlmaðurinn í hinni kistunni væri mágur þeirra og frændi minn, og að hann héti Halldór.
Allt í einu “vaknaði” konan og sagði mér að leggjast hjá sér. Ég sagði nei, og ætlaði alls ekki að leggjast. Þá fór presturinn að ýta á mig að leggjast í gröfina. Aftur sagði ég nei og Agnes hætti að ýta á mig. Guðný sagði líka nei þegar ýtt var á hana.
Draumaráðning
Lilja sagði að bláu stjúpurnar væru fyrir hamingju og velgengni okkar Guðnýjar í framtíðinni- þessi draumur snerist um framtíðina. Fjólurauðu stjúpurnar væru fyrir trúnna; (fermingin?)
Appelsínugulu blómin væru fyrir menntun okkar og við myndum sennilega læra eitthvað líkt, jafnvel það sama. Við myndum kannski fara út að læra. Líkkisturnar væru fyrir þröskulda í lífum okkar sem við munum ná að yfirstíga, þ.e. erfiðleika. Ég mun þá lenda þrisvar sinnum í erfiðleikum en Guðný einu sinni. (fjöldi líka.) Það mun gerast í kringum tvítugsaldurinn.
Að við höfum ekki viljað fara ofan í gröfina er gott því að það þýðir freistingar sem við getum neitað þrátt fyrir þrýsting. Að við Guðný höfum lent í þessu saman er gott því að við munum halda vináttuböndunum lengra fram í lífið.
Mig dreymir hverja nótt, marga drauma. Þeir eru hver öðrum skrítnari, en stundum dreymir mig parta úr samtölum fyrirfram. ég var að pæla hvort að þetta gæti verið ættgegnt, því að mömmu dreymdi oft hús sem hún átti efitr að fara í eða búa í fyrirfram. PLZ svarið mér…?
kv Kaffibaun :)