Hæ hæ. Ég fékk nýlega rosalega flott Tarotspil í 20 ára gjöf frá vinkonu minni. Ég hef alltaf síðan ég var smákrakki verið heilluð af tarotspilum, spádómum, draumum og öllu sem tengist því og dulúð. Þessi vinkona mín á sjálf tarotspil og hefur margsinnis spáð fyrir mér. En ég á ekki neina bók um tarotspil til að kynnast þeim betur og ég kann eingöngu að raða þeim á einn veg ef ég er að spá fyrir mér sjálfri. Sem sagt þrjú spil: Fortíð-nútíð-framtíð. Auk þess hef ég heyrt að maður verður að kynnast spilunum, ná til þeirra á andlegan hátt og tengjast þeim, vera í rólegu umhverfi með reykelsi og kerti o.fl.. Einnig hef ég heyrt að maður einn megi stokka upp í þeim og meðhöndla þau nema þú sért að spá fyrir einhverjum og hann þurfi að draga/velja sér spil. Líka að maður megi ekki alltaf vera að meðhöndla þau, að maður þurfi að gefa þeim frí annað slagið því annars missa þau contactinn við mann. Þannig að ég spyr…Hver er besta leiðin til að tengjast þeim áður en maður getur byrjað að spá í þeim og fá eitthvað common sence út úr þeim? Og eru einhverjar aðrar leiðir til að spá, sem sagt uppröðunin á spilunum? ( Verður að vera eitthvað fyrir byrjanda og auðvelt í skilning)
P.s. Vinkonan mín gat svo einn daginn ekki spáð fyrir mér þar sem hún sagði að hún væri búin að missa contactin við spilin. Að þau væru ekki að spá fyrir þeim sem hún væri að spá eða að þau myndu snúast að henni en ekki að viðkomandi. Eitthvað mjög furðlegt. Hvað er það?
I´m crazy in the coconut!!! (",)