Ég fór að pæla í hvort það mætti ekki tala aðeins meira um aðra hluti en það sem tengist göldrum, þar sem galdrar eru ekki það merkilegir í þessari pælingu sem slíkri. (ég er samt ekki að dissa galdra eða Wiccan eða neitt svoleiðis) Það sem ég er að reyna að segja, er að það er svo miklu miklu meira til, og flest er mjög áhugavert! Sem dæmi er líka til Feng Sui (föng svei), um hvernig hlutir og umhverfið hefur áhrif á okkur, Draumar og hvort þeir koma skilaboðum til okkur og hvað gerist þegar mann dreymir, og síðan er það auðvitað Yoga heimspeki, ekki bara yoga æfingar sem þú ferð í í World Class, heldur heil speki um lífið sjálft, hvernig á að halda góðri heilsu……. og margt margt fleira. Er ekki málið að víkka sjóndeildarhringinn aðeins?

hvað finnst ykkur?

Voltage