Án þess þó að ég þori að fullyrða það þá las ég eitthvað um það að Þegar einhver látinn geri eitthvað aftur og aftur nákvæmlega eins og eitthvað sem gerðist mörgum árum áður sé það vegna þess að tillfinnigar beri með sér vissa orku (ágætis dæmi að það sé hægt að fá magasár af því að vera með endalausar áhyggjur yfir öllu) og þegar miklar tilfinningar losna úr læðingi að þá sé orkan bundin við þennan stað sem atburðurinn átti sér stað.
Tökum dæmi: sjáðu fyrir þér einhverja bíómyndaklysju um stínu sem er ung stúlka og ástfanginn af Gumma. Gummi fer í stríð og kynnist þar konu sem hann verður hrifinn af og giftist seinna en á meðan er stína heima að bíða eftir honum og er alltaf jafn hrifin af Gumma. Dag einn eftir stríðið kemur gummi til hennar til að segja henni að hann sé giftur annarri konu. Greyið stína getur ekki sætt sig við það að fá ekki að eiga eina strákinn sem hún hefur alltaf verið ástfangin af og endar með því að hún fremur sjálfsmorð.
Síðan alltaf á sama tíma á daginn endurtekur þessi atburður sig eins ljóslifandi og hann gerðist þennan dag.
Þetta væri kanski úskýrt á þann veginn að tillfinngarnar sem áttu sér stað þarna hefðu svo mikla orku í för með sér og bundinn við þennan stað að hún leiki atburðinn aftur og aftur.
Þetta er örugglega ekki hinn heilagi sannleikur en af því sem að ég hef lesið þá er þetta eins og ég persónulega skil þetta.
Draugar eru hins vegar bara fólk eins og við sem hafa farið “yfir” og lifa tilveru eins og við en bara á öðru tíðnisviði.
Þetta er mín persónulega afstaða en það verður hver og einn að skoða málið út frá sínum sjónarmiðum.