Það var kaþólski biskupinn Gottkálk (kallaður Gottskálk Grimmi) sem skrifaði þessa bók og lét grafa sig undir kirkjugólfinu sínu með þessa bók. Galdra-Loftur reyndi að ná henni en mistókst hrapalega. Ég veit að þessi bók á að innihalda alveg rosalegan svartagaldur, en öllum göldrum er hægt að snúa við í betri galdra.
Rauðskinna var skrifuð með gullbleki og er því mjög verðmæt bók, margir hafa reynt að hafa upp á gröf Gottskálks, en enginn getur fundið hana og þar að auki myndi enginn geta náð henni því andi hans vakir yfir gröfinni og varnar öllum leið að henni.
Hinsvegar er aðeins ein galdrabók til frá þessum voðatíma, kallast hún “Galdrabók” og var í varveislu bókmenntafræðinga frá Danmörku. Það eru þó ekki neinir agalegir svartagaldrar í henni, meira um svona rúnir og þulur.
Ef ykkur finnst eitthvað til í þessu eða finnið eitthvað að þessari frásögn minni, gerið svo vel að leiðrétta mig og kannski ég læri eitthvað meira af ykku
“Land Of The Ice And Snow”