Halló!
Málið er ég bjó í blokk sem að er staðsett í Fossvogi, og á sama stað og sú blokk er var hótel um 1689.
Eina nóttina vaknaði ég við öskur í stigaganginum og fór náttúrulega og tékkaði á því hvað var í gangi.
Þegar að ég kom framm þá var lítil stelpa að renna sér á handriðinu niður stigana og ég sá strax að ekki var allt með feldu.
Þegar að hún var komin svona hálfa leið niður þá datt hún á milli og hálsbrotnaði og þetta endurtók sig svona 3x, ég varð svo rosalega hrædd að ég hljóp inn í herbergi og faldi mig undir sænginni.
Morguninn eftir þá sagði ég mömmu hvað ég hafði séð og hún sagði við mig að þetta væri bara kjaftæði en ég sagði við hana að næst þegar að ég heirði svona hljóð þá skildi ég kalla í hana og sína henni hvað ég væri að tala um. CA viku seinna þá vaknaði ég upp við alveg eins hljóð og ég hljóp inn til mömmu og dró hana framm á gang, en hún sá ekki neitt bara heirði!!!!
Mamma fór svo daginn eftir á bókasafn og fann út að þarna hafði verið hótel og að þar hafði dáið lítil 8 ára stelpa alveg eins og ég sá það!
3 árum seinna þá flutti fjölskilda inn í blokkina með 2 börn eina 8 ára stelpu og einn 10 ára strák.
Mánuði eftir að þaug fluttu inn þá dó stelpan alveg eins og litla stelpan á hótelinu.
Ég og mamma þögðum um málið en seinna þegar að við vorum fluttar þá komust við að því að einhver hefði kallað á prest til að fara með særingar vegna draugagangs í húsinu, ekkert smá spúkí.
Af og til síðan þá er ég að sjá fólk út um allt sem að er ekki af þessum heimi.
Þetta er arfgegnt, amma mín í föðurætt var svona líka, nema það að pabbi segir að allt dána fólkið í Hveragerði hafi leitað hælis í húsinu þeirra!!!!!!!!!