Ég hef oft spáð í þessu sama:
Ég hef misst einn náinn ættingja á ævinni og það var árið 1996. Afi minn dó það ár, nýorðinn sjötugur. Hann var forvitinn maður sem fylgdist með allskonar nýjungum sem komu í heiminn. Og þetta hef ég oft hugsað útí. Ef hann sæi mig þarna að handan, og liti á það sem fólk væri að gera núna í daglegu lífi, og vissi að um leið og eitthvað nýtt kemur, að ég væri að hugsa til hans um hvernig honum fyndist þessi nýjasta tækni í dag.
Ég hugsa oft um það, ef hann sneri aftur, og ég myndi hitta hann og segja honum frá öllu nýju: Að það væri hægt að senda skilaboð í gegnum síma og myndir líka, hvað mér fyndist gaman að sjá viðbrögðin hans. Skyldi hann vita að ég hugsa stöðugt til hans? Yrði hann ekki ánægður með að vera ekki gleymdur? Svo hugsa ég líka: Um leið og ég er kannski ein heima og er að hugsa til hans, mundi ég þá allt í einu geta séð hann?
Ég hef einu sinni heimsótt gröf hans og haft samviskubit yfir að fara ekki aftur, en ég hugsa oft til hans líka.