Mig dreymdi að ég væri að ferðast upp fjall á skíðum og með snjósleða í eftirdragi. Ég var að leita að góðri brekku til að renna mér niður(undanfarið hefur mig dreymt að ég vilji renna mér á þotu eða skíðum!). Svo kem ég að skála og út ganga systir mömmu og bróðir pabba(en þau eru gift hvort öðru) og ég spyr þau um góða brekku. Þá bendir frændi minn upp á algjöra snjóleysu, þar sem fjallið er brúnt af mold og segir: Hér er enginn snjór. Man núna að á leið upp snjóbrekkuna mæti ég krökkum á snjósleðum, og þetta lítur út eins og venjulegar rennibrautir einsog á leikskólum.