Pöddur og bein
Mig dreymdi að ég stæði í garðinum heima hjá mér. Allt var frekar dautt, himininn var grár,sjórinn var grár, trén voru svört og lauflaus, blómabeðin auð eða rotin svört blóm í þeim og grasið var brúnt og gult. Það var fjölskylduboð í garðinum enn ég þekkti engan, allir voru í gamaldags hvítum fötum og fölir í framan og andlitið ekki í fókus. Alveg í eigin heimi,tóku ekki eftir neinu og sötruðu bara kaffi. Síðan var lítill strákur (svipað útlit) að leika sér í garðinum (eða voru þeir tveir?). Og allt var þakið pöddum, og feitum lirfum og ormum, engin tók eftir þeim nema ég (var alveg að fríka út). Ég gat ekki staðið kyrr því þá fóru pöddurnar að skríða á mér, svo ég hljóp inn í bílskúr til að ná í eitur. Á leiðinni sá ég mölbrotin mannabein og tennur í innkeyrslunni eins og einhver hefði lamið þau með stein eða sleggju. Náði í eitrið og hellti því í kringum mig (birtist aftur í garðinum) en það komu bara fleiri pöddur (í þúsundatali) og svo vaknaði ég. Óþægilegur draumur en ég svaf svosem ágætlega miðað við það að ég hef lítið sofið undanfarna viku, vaknað á milli 2-4 um næturnar af engri ástæðu og vakað í svona 1- 1 1/2klst eftir það, s.s. fengið svona 4-6 tíma svefn hverja nótt.Farinn að vakna líka á undan vekjaraklukkunni.. :/