Eitt sinn var ég að koma af balli sæmilega fullur og vitlaus. Ég var sestur inn í bílinn sem að ég átti að flytja mig heim, þegar ég heyrði að bílstjórinn var að tala við bróður sinn, þar sem bróðurinn sagðist ætla út til Spánar þá um sumarið, (ballið var um vetur eða vor), fékk ég þá það svo ógurlega sterkt á tilfinninguna að hann mætti alls ekki fara út, því að þá myndi hann deyja. Ég var náttúrulega hálf panikaður yfir þessu, en ákvað að þetta væri bara því um að kenna að ég væri fullur og ákvað að segja ekkert, og gleymdi þessu svo þegar frá leið. þið getir rétt ímyndað ykkur sjokkið sem ég fékk um viku eftir að “bróðirinn” fór út til Spánar, en þá komu þær fréttir að hann hefði drukknað þar á ströndinni. Hvernig veit maður hvort þær flugur sem maður fær í höfuðið séu vitleysa eða hvort eitthvað sé það að marka.